Rithöfundurinn, leikarinn og Íslandsvinurinn David Walliams kom óvænt í heimsókn í Áslandsskóla ásamt forráðamönnum Bókafélagsins sem gefa hann út á Íslandi. Hann sagði skemmtilegar sögur og lýsti því hvar hann sækir innblástur í bækurnar sínar. David Walliams fór einnig í leik með nokkrum nemendum er hann valdi að handahófi til að fá hugmyndir að nýrri sögu og gaf þeim bók að launum. Óhætt er að segja að hann hafi vakið mikla lukku hjá nemendum sem og starfsfólki enda með eindæmum skemmtilegur og alþýðlegur í allri framkomu.