Nám og kennsla

Frístundaheimilið Tröllheimar

Frístundaheimilið Tröllheimar er fyrir börn í 1. til 4. bekk. Þar er boðið upp á fjölbreytt tómstundastarf.

Skráning í frístund

Þú skráir barnið á frístundavefnum Völu. Best er að senda inn skráninguna fyrir 15. júní, eftir það fara umsóknir á biðlista og eru ekki afgreiddar fyrr en í ágúst. Skráning gildir í eitt skólaár í senn (ágúst–júní). Sjá nánar um frístund á vef Hafnarfjarðar.

​​Ekki er hægt að tryggja öllum börnum dvöl í frístundaheimilinu fyrr en tekist hefur að manna stöður frístundaleiðbeinenda. Börn sem eru að hefja skólagöngu hafa forgang um dvöl í frístundaheimilum.

Opnunartími

Tröllheimar opnar eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur og er opið til 17. Þegar frí er í skólanum er opið frá kl. 08 -17, að undanskildu vetrarfríi og einum skipulagsdegi en þá er lokað. Þessir dagar munu vera vel auglýstir og þarf að skrá börnin sérstaklega í gegnum Völu.

Frístundaakstur

Börn í 1.–4. bekk fá fylgd í frístundaakstur sem keyrir þau á æfingar hjá íþróttafélögum bæjarins. Skrá þarf barn sérstaklega í frístundaaksturinn í Völu. Aksturinn er ókeypis og komast öll skráð börn að, líka börn sem eru ekki skráð í frístundaheimili.

Bíllinn fer frá Áslandsskóla og er starfsmaður með í hverri ferð sem tryggir öryggi krakkanna í rútunni og passar upp á að allir skili sér á rétta staði.

  • Fyrri bíll fer frá skólanum kl. 14:20
  • Seinni bíll fer frá skólanum kl. 15:20

Sjá nánar um frístundaakstur á vef Hafnarfjarðar.