Hlutverk foreldrafélagsins er að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla.Einnig að hvetja til virkrar þátttöku foreldra í skólastarfi og hagsmunagæsla, aðhald og eftirlit með skólastarfinu. Stjórn Foreldrafélags Áslandsskóla Stjórn foreldrafélagsins er skipuð einum fulltrúa úr hverjum árgangi, alls tíu manns. Stjórnin er kosin á aðalfundi félagsins sem er haldin byrjun skólaársins. Skólaráð Tveir fulltrúar foreldra eru kosnir í skólaráð. Æskilegt er að annar þeirra sé einnig í stjórn foreldrafélagsins. Stjórn foreldrafélagsins í samráði við skólastjóra auglýsir eftir tilnefningum úr hópi foreldra í skólaráð. Handbók foreldrafélaga grunnskóla Stjórn 2023–2024 Nafn Hlutverk Netfang Guðrún Heiða Sigurgeirsdóttir Formaður [email protected] Anna Sigríður Björnsdóttir Varaformaður Kristbjörg Kristbergsdóttir Gjaldkeri Imba Þórðardóttir Vefsíða, tölvupóstur og tilkynningar Inga Helga Sveinsdóttir Berglind Ósk Alfreðsdóttir Ingibjörg Gunnarsdóttir Lög foreldrafélags Áslandsskóla 1. grein Félagið heitir Foreldrafélag Áslandsskóla. 2. grein Félagar eru allir foreldrar og forsjáraðilar nemenda í Áslandsskóla. 3. grein Hlutverk og markmið félagsins er: að vera samstarfsvettvangur foreldra[/forráðamanna] innbyrðis að efla samstarf foreldra[/forráðamanna] og starfsfólk skólans að styðja heimili og skóla til að skapa nemendum góð uppeldis- og menntunar skilyrði. að koma á framfæri sjónarmiðum foreldra[/forráðamanna] varðandi skóla- og uppeldismál. 4. grein Til að ná þessum markmiðum hyggst félagið: Starfa eftir þeim ákvæðum laga og reglugerða sem Alþingi og mennta- og barnamálaráðuneytið setur um grunnskóla. Kynna sér kennsluhætti og uppeldismarkmið skólans og tilnefna fulltrúa í Foreldraráð Hafnarfjarðar, auk fulltrúa hjá Æskulýðs- og tómstundaráð Hafnarfjarðar. Koma með tillögur og hafa frumkvæði að endurbótum og þróunarstarfi í samvinnu við skólayfirvöld. Hafa samstarf við stjórnendur, kennara og starfsfólk skólans og aðra þá aðila sem tengjast málefnum nemenda skólans. Skipuleggja og þróa leiðir til að efla samstarf heimila og skóla. Standa fyrir fræðslu og upplýsingamiðlun til foreldra[/forráðamanna], meðal annars með útgáfu fréttabréfa. Styðja eftir megni við félags- og tómstundastarf nemenda. Taka þátt í samstarfi við önnur foreldrafélög og samtök foreldra. 5. grein Aðalfundur félagsins skal haldinn fyrir septemberlok og skal hann boðaður með viku fyrirvara. Fundurinn er löglegur ef löglega er til hans boðað. Á fundinum er meðal annars flutt skýrsla fráfarandi stjórnar, lagðir fram endurskoðaðir reikningar, kosin stjórn samkvæmt lögum félagsins og gengið frá lagabreytingum ef einhverjar eru. 6. grein Stjórn foreldrafélagsins er heimilt að óska eftir því að foreldrar greiði framlag til félagsins. Þetta framlag er innheimt árlega og er ákveðið á aðalfundi. 7. grein Í hverri bekkjardeild eru kosnir [minnst] 2 bekkjarfulltrúar foreldra[/forráðamanna] (tenglar) sem hafa yfirumsjón með bekkjarstarfi. [Verksvið fulltrúana er að vinna að góðum tengslum milli barna, foreldra/forráðamanna og umsjónarkennara]. Bekkjarfulltrúar allra bekkja mynda fulltrúaráð skólans og skal stjórn félagsins boða þá til sameiginlegra funda minnst tvisvar sinnum á ári, þar af einu sinni fyrir áramót. 8. grein Stjórn félagsins skipa sjö foreldrar/forráðamenn og skal kosin á aðalfundi. Formaður skal kosinn á aðalfundi að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi. Auk formanns skal stjórnin skipuð varaformanni, ritara, gjaldkera og þremur meðstjórnendum. Á fyrsta stjórnarfundi skal stjórn einnig kjósa tvo fulltrúa í skólaráð og foreldraráð. Aldrei skulu fleiri en fjórir ganga úr stjórn í einu. Einfaldur meirihluti stjórnar ræður úrslitum í öllum málum. Forfallist stjórnarmaður til lengri tíma þá skal kalla til bekkjartengil í stjórn. 9. grein Ákvörðun um slit félagsins verður tekin með einföldum meirihluta á aðalfundi. 10. grein Lögum þessum má breyta með einföldum meirihluta á aðalfundi enda hafi lagabreytingar verið kynntar í aðalfundarboði.