Gulur dagur 10. september

Við í Áslandsskóla ætlum að taka þátt í gula deginum þriðjudaginn 10. september með því að klæðast gulu þennan dag. Við hvetjum því alla, nemendur og starfsfólk til að taka þátt í deginum, sýna stuðning og mæta í gulu þriðjudaginn 10.september.

Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Það er von undirbúningshópsins að gulur september, auki meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna, sé til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju.

Við í Áslandsskóla ætlum að taka þátt í gula deginum 10. september með því að klæðast gulu þennan dag. Við hvetjum því alla, nemendur og starfsfólk til að taka þátt í deginum, sýna stuðning og mæta í gulu þriðjudaginn 10.september.