Foreldraráð Hafnarfjarðar er að taka þátt í átaki sem heitir Horfumst í augu og er samfélagslegt átak þar sem börn, ungmenni og foreldrar um land allt eru hvött til að leggja niður símann og eiga þannig góðar samverustundir með vinum og fjölskyldu. Á dögunum var gert myndband þar sem vakin var athygli á því hvað hægt er að gera í stað þess að nota símann sem afþreyingu. Áslandsskóli tóku þátt í þessu verkefni með því að nemendur veittu innsýn í leik og störf í frímínútum skólans. Smelltu á hlekkinn til að skoða myndbandið: Símafrí Foreldraráð Hafnarfjarðar V2.mp4 – Google Drive Deila Tísta