Mataráskrift í Áslandsskóla

Í Áslandsskóla er starfrækt framleiðslueldhús og er boðið uppá þrenns konar áskriftir. Foreldrar skrá sig inná mataráskrift til að skrá börnin í viðeigandi áskriftir.

Í Áslandsskóla er starfrækt framleiðslueldhús og er boðið uppá þrenns konar áskriftir. Foreldrar skrá sig inná Forsíða | Áslandsskóli (aslandsskoli.is) mataráskrift til að skrá börnin í viðeigandi áskriftir. Ef nemandi ætlar að hætta í mat þarf forsjáraðili að tilkynna um það með minnst tveggja vikna fyrirvara.

Nemendur fá stuttan tíma fyrir morgunhressingu (eingöngu drykkur, ávöxtur eða grænmeti) sem þeir koma með að heiman. Ekki er leyfilegt að koma með sætindi, kökur og gos í skólann.

  • Hádegismatur, alla daga fyrir alla nemendur er greiddur af Hafnarfjarðarbæ.
  • Ávaxtaáskrift, alla daga fyrir nemendur í 1.–10. bekk.
  • Síðdegishressing er í boði fyrir 5.–10. bekk og er hún afgreidd frá kl. 13:20 -13:30. Nemendur sækja síðdegishressingu í matarlúgu.

Nemendur fara í hádegismat á eftirtöldum tímum:

  • 1. bekkur: kl. 11:00
  • 2.–5. bekkur: kl. 11:10
  • 6.–7. bekkur: kl. 11:35
  • 7.–10 bekkur: kl. 11:50 – 12:30

Hádegismatur sem keyptur er í mataráskrift er snæddur í matsal skólans. Þeir nemendur sem koma með nesti að heiman borða það í matsal skólans.

Ef forsjáraðilar nemenda í unglingadeild óska eftir því að nemendur fari heim í hádegismat þurfa þeir að skrifa undir formlegt leyfi á þar til gert eyðublað og skila til umsjónarkennara.

Umsjónarmaður mötuneytis er Sigþór Marteinsson, matreiðslumaður. Að auki aðstoða aðrir starfsmenn við framreiðslu og annað.