Bókasafn

Nám og kennsla

Skólabókasafnið er lifandi fræðslu-, upplýsinga- og menningarmiðstöð skólans. Þar er fjölbreytt úrval af bókum til yndislestrar auk náms- og kennslugagna.

Lestur og lestrarhvatning er mikilvægur þáttur í starfi skólasafnsins. Markmiðið er að gera nemendur okkar að áhugasömum lesendum jafnt á bókmenntir sem fræðiefni. Allur safnkosturinn er skráður í tölvukerfið Leitir sem er sameiginlegt bókasafnskerfi fyrir allt landið. 

Útlán á bókum

Allir nemendur og starfsfólk geta fengið lánaðar bækur á bókasafni skólans. Útlánstími bóka er 30 dagar. Skólasafnið er opið alla daga á skólatíma.

Fjölbreyttir safnkostir

Allir nemendur hafa aðgang að lestraraðstöðu og tölvum á safninu til að vinna að ritgerðum eða verkefnum og geta fengið leiðbeiningar um úrvinnslu heimilda og gerð heimildaskráa. Allar kennslubækur nemenda frá 5.–10. bekk eru til á safninu. Einnig eru vasareiknar nemenda í 8.–10. bekk skráðir á skólasafni.

Á bókasafninu eru tímarit, myndefni og spil fyrir nemendur til að njóta. Einnig eru tölvur sem nemendur hafa aðgang að. Á bókasafninu er ýmis starfsemi, til dæmis koma nemendur í yngri deild á bókasafn í tæknikennslu.