Félagsmiðstöðin Ásinn Opnunartímar 5. - 7. bekkur Einu sinni í viku 17:00 - 18:45 8. - 10. bekkur Mánudaga 19:30 - 22:00 8. - 10. bekkur Miðvikudaga 19:30 - 22:00 8. - 10. bekkur Föstudaga 19:30 - 22:00 Miðdeild 5.–7. bekkur Hver árgangur fær að mæta einu sinni í viku frá kl. 17:00–18:45. Árgangarnir skiptast á að mæta annað hvort mánudag, miðvikudag eða föstudag og rúllar þetta fyrirkomulag vikulega. Sjoppan er opin á fyrstu opnun í mánuði hjá hverjum árgangi. Dagskrá fyrir hvern mánuð, ásamt ýmsum öðrum upplýsingum, er sett inn á Facebook. Miðdeild á Facebook Unglingadeild 8.–10. bekkur Áhersla er lögð á að hafa eitthvað í boði fyrir alla og taka unglingarnir virkan þátt í að útbúa dagskrá fyrir hvern mánuð. Hægt er að kaupa sér gos og nammi í sjoppunni öll kvöld sem er opið. Dagskrá fyrir hvern mánuð, ásamt ýmsum öðrum upplýsingum, er sett inn á Facebook og Instagram. Unglingadeild á Facebook Unglingadeild á Instagram Klúbbastarf Mikið af flottu klúbbastarfi er í gangi fyrir unglingadeildina. Nemendaráð Í Ásnum er frábært nemendaráð með fulltrúum úr öllum bekkjum unglingadeildar. Ráðið fundar einu sinni í viku og ræðir ýmsa mikilvæga hluti og skipuleggur viðburði sem eru fram undan. Lögð er áhersla á samvinnu innan nemendaráðsins og að allir fulltrúar séu góð fyrirmynd. Nemendaráðið er traustur fulltrúi samnemenda sinna og skólans.