Það var líf og fjör í Áslandsskóla og allskonar furðuverur fylltu ganga skólans í leik og dansi. Unglingadeildin Perlaði með Krafti sem er skemmtilegt verkefni þar sem hópurinn kom saman og lagði góðu málefni lið með því að perla armböndin til styrktar félaginu með áletruninni „Lífið er núna“. Þetta er ein helsta fjáröflunarleið Krafts og hefur Áslandsskóli Perlað með Krafti í mörg ár og verkefnið svo sannarlega orðið að góðri hefð í unglingadeild á Öskudag. Deila Tísta