Kæru foreldrar og forsjáraðilar nemenda í Áslandsskóla Kennarasamband Íslands, fyrir hönd Félags grunnskólakennara og Skólastjórafélags Íslands, boðar til vinnustöðvunar (verkfalls) félagsmanna sem starfa í Áslandsskóla. Vinnustöðvunin er tímabundin, hefst þriðjudaginn 29. október kl. 00:01 og lýkur föstudaginn 22. nóvember kl. 23:59 ef samningar nást ekki fyrir boðaða vinnustöðvun eða á tímabilinu. Verði verkfalli aflýst mun skólastarf verða með óbreyttum hætti eftir helgi. Skipulag skólastarfsins í Áslandsskóla komi til verkfalls · Ekkert skólastarf frá og með þriðjudeginum 29. október · Frístundaheimili verður opið á hefðbundnum opnunartíma . Frá kl. 13-16.30 alla daga utan miðvikudaga, frá 14-16.30 · Félagsmiðstöðvar opnar í takti við auglýstan opnunartíma Foreldrar og forsjáraðilar eru hvattir til að fylgjast vel með gangi mála í fjölmiðlun.