Skólareglur

Skólinn

Skólareglur

  • Virða athyglismerkið.
  • Brosa og sýna jákvæðni.
  • Hafa hendur og fætur hjá sér.
  • Fara eftir fyrirmælum.
  • Leiða hegðun annarra hjá sér.
  • Tala lágt inni.
  • Fara eftir skólaheitinu.
  • Vera kurteis
  • Notkun farsíma í kennslustundum er óheimil nema með leyfi kennara.
  • Gos, tyggjó og sælgæti á að skilja eftir heima.
  • Notkun áfengis, tóbaks og vímuefna er óheimil.
  • Svindl er 3. stigs stoppmiði.

Reglur um símanotkun

  • Nemendur mega ekki nota síma á skólatíma. Það gildir í kennslustundum, frímínútum, hádegi, vettvangsferðum, skólaferðalögum, á leið í og úr íþróttum og fyrir fyrsta tíma að morgni.
  • Ef nemandi kemur með síma í skólann á að vera slökkt á honum og hann ofan í tösku eða í læstum skáp nemenda (í unglingadeild).
  • Ef nemandi kemur með síma í skólann er það á ábyrgð foreldra.
  • Ef foreldrar þurfa að ná sambandi við nemendur eiga þeir að hafa samband við skrifstofu.

Reiðhjól og hlaupahjól

  • Nemendur sem náð hafa 7 ára aldri mega koma á hjóli í Áslandsskóla, því samkvæmt 40. grein umferðarlaga mega börn yngri en 7 ára ekki vera hjólandi í umferðinni nema í fylgd með 15 ára og eldri.
  • Nemandi sem kemur á hjóli gerir það á áhættu og ábyrgð foreldra sem skulu meta færni og getu nemandans sem og aðstæður til að hjóla í skólann.
  • Óleyfilegt er með öllu að koma á reiðhjóli í Áslandsskóla nema að nota viðeigandi öryggisbúnað. Endurskinsmerki á nota í skammdeginu og hjól eiga að vera með ljósum og glitaugum.
  • Ekki má nota reiðhjól í frímínútum eða meðan á skólastarfi og starf Tröllaheima er í gangi. Það getur leitt til slysa nemenda sem eru að leik á skólalóðinni. Því er hjólaumferð ekki leyfð á skólalóð frá kl. 8:00-16:00.

Bifhjól (vespur)

  • Nemendur sem eru orðnir 13 ára mega koma á léttu bifhjóli í flokki I í skólann.
  • Skylt er að nota hjálm.
  • Óheimilt er að nota þessi farartæki á skólalóðinni, af því getur skapast hætta og slys orðið.
  • Það er stranglega bannað að fara á þessum farartækjum í íþrótta- og sundtíma.  Til þess er skólabíllinn.
  • Nemendur sem koma á þessum tækjum í skólann eiga að leggja þeim í stæði í ysta hólfi bílastæðis, við strætóskýlið – ekki í stæðin nær skólanum í sama hólfi.