Sumarið er tíminn!

Sumarið er tíminn – gleðilegt sumar! Á vefnum tomstund.is er hægt að skoða fjölbreytt námskeið og sumarfrístund á vegum Hafnarfjarðarbæjar og annarra félaga og samtaka í Hafnarfirði.  

 

Sumarstarf fyrir börn og ungmenni í Hafnarfirði sumarið 2024  

Í Hafnarfirði er boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir börn og ungmenni yfir sumartímann. Á vefnum tomstund.is er hægt að skoða fjölbreytt námskeið og sumarfrístund á vegum Hafnarfjarðarbæjar og annarra félaga og samtaka í Hafnarfirði.  

tomstund.is  

—————————————————————- 

Sumarnámskeið Hafnarfjarðarbæjar  

Fjölbreytt námskeið og sumartómstund standa börnum og ungmennum á aldrinum 6-13 ára til boða í Hafnarfirði sumarið 2024. Fagleg þjónusta með uppeldisgildifrítímastarfs að leiðarljósi. Mikil áhersla er lögð á sköpun, samveru, útiveru, hreyfingu og leiki. Þátttökugjaldi er stillt í hóf og skráning fer fram í gegnum Völu.  

Dæmi um námskeið: 

  • Sumarfrístund fyrir 7-9 ára við alla grunnskóla 
  • SumarKletturinn fyrir börn í 9–13 ára með sértæka stuðningsþörf 
  • Sumarfrístund fyrir útskriftarhópa leikskólanna 
  • Tómstund fyrir 10-13 ára 
  • Sumarnámskeið í Hafnarborg fyrir 6-12 ára 
  • Sumarlestur og skapandi námskeið á Bókasafni Hafnarfjarðar 

hfj.is/sumarnamskeid 

—————————————————————- 

Frístundastyrkir 

Hafnfirsk börn og ungmenni, sem nýta ekki frístundastyrk í hefðbundin æfingargjöld í júní, júlí og ágúst, geta nýtt mánaðarlega styrkupphæð í sumarnámskeið. Námskeiðin þurfa samtals að vera átta daga eða lengur á mánuði. Tímalengd námskeiðs þarf að koma fram á reikningi. 

hfj.is/fristundastyrkir  

—————————————————————- 

Fjölskyldugarðar  

Fjölskyldugarðar eru frábært tækifæri fyrir öll áhugasöm til að rækta sitt eigið grænmeti og hugsa um í sumar. Fjölskyldugarðarnir verða opnir á Víðistöðum og á Öldugötu. Grænmeti eða annað efni til ræktunar er ekki innifalið. Garðarnir afhentast plægðir og hefst úthlutun undir lok maí. 

hfj.is/fjolskyldugardar 

—————————————————————- 

 

Vinnuskóli Hafnarfjarðar  

Opið er fyrir umsóknir 14-17 ára ungmenna. Vinnuskólinn sinnir fyrst og fremst umhverfismálum og á þannig stóran þátt í því að hreinsa bæinn og hirða gróður, götur og göngustíga yfir sumartímann. Starfstímabil er frá 10. júní til 25. júlí.  

hfj.is/vinnuskolinn