Þjónusta við samfélagið

Föstudagurinn 26. apríl er dagurinn sem við í Áslandsskóla sýndum í verki eina af hornstoðum skólans, Þjónusta við samfélagið.

Föstudagurinn 26. apríl er dagurinn sem við í Áslandsskóla sýndum í verki eina af hornstoðum skólans, Þjónusta við samfélagið. Við byrjuðum daginn á að horfa á myndbönd gera verkefni tengd jafnrétti, fjölbreytileika og hvernig við getum tekið sem best á móti nýjum nemendum með flóttabakgrunn í Áslandsskóla. Í frímínútum fóru allir nemendur út á skólalóð og sungu saman Burtu með fordóma og fleiri lög undir dyggri stjórn nemenda í 10. bekk. Í framhald af því fóru nemendur út í hverfið okkar að týna rusl og hreinsa okkar nærumhverfi.

Dagurinn heppnaðist mjög vel.