Föstudagnn 2. maí var sveigjanlegt skólastarf og var dagurinn tileinkaður  einni af hornstoðum skólans, þjónusta við samfélagið. Nemendum var skipt upp í minni hópa þar sem þeir sinntu hinum ýmsu verkefnum í samfélaginu okkar. Markmiðið með deginum var að efla tengsl nemenda við samfélagið með því að gefa af sér á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.
Nemendur týndu rusl í nærsamfélaginu okkar og gerðu snyrtilegt, hópur nemenda fór á Hrafnistu og Sólvang, aðrir hópar fóru á sambýlin í hverfinu og leikskólana. Einnig komu  nokkrar dagmömmur og foreldrar í fæðingarorlofi  í heimsókn til okkar.
Í lok dags komu allir saman á sal skólans og tóku þátt í vitundarvakningu Föstudagsfjör – dansað fyrir Duchenne (Friday fun – Dancing for Duchenne).