Vinavika í Áslandsskóla var sett mánudaginn 3. nóvember á sal skólans þar sem allir nemendur og starfsfólk komu saman og syngja vinalög. Við gerum okkur dagamun og breytum út frá hefðbundinni kennslu í tvo daga í vinavikunni með Fjölgreindarleikum. Þá er nemendum skipt í hópa þvert á árganga og fer hver hópur á 38 mismunandi stöðvar um allan skólann. Stöðvar sem farið er á eru t.d. orðaleikir, spurningaleikir, pútt, pokakast, kubbar, spil, dans, skutlukast ásamt ýmsum öðrum þrautum. Við endum svo vinavikuna með sameiginlegri morgunstund á föstudeginum 7. nóvember kl. 8:10, þar sem við gerum upp Fjölgreindarleikana og fleiri viðburði sem fram hafa farið á skólaárinu svo syngjum vinasöngva inn í helgina. Fimmtudaginn 6. og föstudaginn 7. nóvember er hefðbundin kennsla skv. stundaskrá. Deila Tísta